2.11.2010 | 08:05
Flott ungt fólk
Unga kynslóðin er til fyrirmyndar. Vel menntuð, víðsýn, heilbrigð og nýjungagjörn. Evrópumeistrar í fimleikum, væntanlegir keppendur í Evrópumóti knattspyrnu, snjallar uppfinningar í hugverkum, flottir og ferskir listamenn og svo má lengi telja. Þetta er fólkið sem ætlar að byggja land okkar í framtíðinni. Ég tel að við getum verið stollt af unga fólkinu okkar.
Við þurfum að treysta unga fólkinu til verka og lofa því að ákvarða sjálft um eigin framtíð.
Við eldri kynslóðirnar erum að skila í dag til yngri kynslóða afskaplega lélegu þjóðarbúi með misráðnum ákvörðunum og framtíðarfjötrum. Af því þurfum við að læra að okkar skoðanir eru ekki endilega það sem hentar framtíðinni, við fengum okkar tækifæri. Íslendingar hafa byggt upp velferðar, hátækni og nýtískuþjóðfélag á skemmri tíma en nokkur önnur þjóð í heiminum en með nokkrum timburmönnum sem næstu kynslóðir þurfa að glíma við. Núna er rétti tíminn fyrir eldri stjórnmálamenn og besser vissara að setjast í helgan stein og fylgjast glaðir með kyndlinum sem verður borinn áfram af næstu kynslóð af ferskleika og glæsibrag.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur !!! :)
Ástrós (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 21:08
ég veit ekki.. mér finnst allt ungt fólk glatað.. miklu betra að hlusta á gamla fólkið sem er fyrir löngu hætt að sjá og heyra...nei djók.
sara (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.