Þegjandi kosningar

Meirihluti þjóðarinnar mætti ekki á kjörstað á laugardaginn.    Fjölmiðlar hafa leitað ástæðna þessa um helgina og fundið það helst að allt of margir hafi verið í framboði þannig að of flókið var að kjósa.   Ég held að það sé ekki skýringin.  Það eru að jafnaði miklu fleiri frambjóðendur í almennum kosningum til sveitastjórna og alþingis en voru í framboði núna.   Ekki var flókið að kjósa, ekki flóknara en að fylla út Lottó seðil.   Hvað fór þá úrskeiðis ?    Um framboð til stjórnlagaþings giltu sömu lög og til þingkosninga.  Stjórnvöld báru sömu ábyrgð og frambjóðendur höfðu sama hlutverk.  Síðan er það hlutverk fjölmiðla að greina frá eftir því sem við á.  

En gerðu allir sitt ?  Nei.   Einna helst má ætla að stjórnvöld hafi staðið við sitt.   Stór hluti frambjóðenda misskildi hlutverk sitt og töldu að þeirra hlutverk í aðdraganda kosningana væri að sitja heima og bíða eftir að frægðin læddi sér inn um bréfalúguna.   Fjölmiðlar töldu að hlutverk sitt í þessum kosningum væri að passa að birta sem minnst frá frambjóðendum og ljósvakamiðlar lokuðu svo kyrfilega á frambjóðendur að á tímabili mátti halda að stjórnlagaþing væri leyniþing sem fjalla ætti um karamellur.   Í ljósi þessa er varla nema eðlilegt að útkoman sé í samræmi.    Þetta er í fyrsta skipti sem við reynum þessa tegund af kosningum og því eðlilegt að enginn viti almennilega hvernig á að haga málum.  Núna erum við reynslunni ríkar.  Við vitum núna að auglýsa þarf framboðin, frambjóðendur þurfa að kynna sig og málefni sín fyrir almenningi og fjölmiðlar verða að taka þátt.  Við verðum að taka svona kosningar jafnalvarlega og allar aðrar kosningar.  Húrra fyrir þeim frambjóðendum sem tóku sig alvarlega, kynntu sig og auglýstu.. húrra fyrir þeim fjölmiðlum sem áttuðu sig að lokum og húrra fyrir rúmlega 83 þúsund kjósendun sem kusu ... þrátt fyrir allt. 


mbl.is Úrslit kynnt annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr

sara dóttir (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Gunnlaugsson
Birgir Gunnlaugsson
54 ára giftur 5 barna faðir með vaxandi hóp af barnabörnum.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband